Skráningar 2020

Engar skráningar verða í Urriðavatnssund fyrr en línur skýrast varðandi CoViD-19.

Sjálfboðaliðar óskast

Urriðavatnssund verður haldið 27. júlí 2019.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið við undirbúning og framkvæmd sundsins eru beðnir að senda okkur tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Yfirlýsing vegna þátttöku í Urriðavatnssundi 2019

Skilyrði fyrir þátttöku í Urriðavatnssundi 2019 er að sundmenn undirriti yfirlýsngu um eigin ábyrgð vegna þátttöku.

Þátttaka ungmenna er háð samþykki forráðamanna og að hvert ungmenni hafi fylgdarmann á sundstað.

Eyðublað til undirritunar er hægt að sækja hér.

Öryggisreglur

Kæri sundmaður – öryggi þitt kallar á ramma og reglur !

Við leggjum mikið upp úr öryggi þínu og annarra á sundstað. Björgunarsveitin Hérað fer með yfirumsjón og stjórn öryggismála.

Það er skylda að nota sundhettu sem afhent er fyrir sundið og æskilegt er að sundmenn noti búnað sem ver þá gegn kulda, þ.e. sundgalla og ef vill hettu.

Björgunarsveitarmenn verða með a.m.k. 5 báta á vatninu og í landi eru mannaðir varðturnar og talsamband er á milli báta og turna.

Vilji sundmaður aðstoð af einhverju tagi getur hann t.d. lyft hönd, veifað og einnig hrópað. Tímalengdin sem menn eru í vatninu skiptir máli gagnvart öryggi, sérlega ef vatnið er kalt. Þeir sem þreyta lengsta sundið þurfa að geta lokið því á 1,5 klukkustund. Ef menn ná því ekki þá mega björgunarsveitarmenn stöðva sundmann. Ennfremur geta björgunarsveitarmenn fyrr stöðvað þá sem greinilega eru uppgefnir. Þá þjálfa menn betur og koma fílefldir að ári.

Gerum þetta skemmtilegan dag og gangi þér vel á sundinu,

Skipuleggjendur Urriðavatnssunds

Þátttökugjald 2019

Skráningargjald er kr. 10.000.-, fyrir Landvættasundið en kr. 5.000.- fyrir 500 m sundið.