Skip to main content

Saga sundsins

Um Urriðavatnssundið

Einhverjar sagnir eru af því að vatnið hafi verið nýtt til sundiðkunar af fólki sem bjó á bökkum þess, en það verður að svo stöddu ekki rakið nánar hér.

Það var svo sumarið 2010 að Eiríkur Stefán Einarsson sem fæddur er og uppalinn á bænum Urriðavatni við norðurenda vatnsins þreytti Urriðavatnssund fyrstur manna að því er best er vitað. Það hefur hann gert hvert sumar síðan. Eiríkur hefur synt vatnið endilangt frá suðri til norðurs og tekið land í túninu heima ef svo má segja. Í fyrsta sinn synti hann einn, en árið 2011 synti með honum Sigfús Kári Baldursson og luku þeir báðir sundinu.

Sumarið 2012 varð svo óvænt fjölgun, því þá hófu 4 menn sundið með Eiríki, þeir Elmar Logi Einarsson (bróðir Eiríks), Rúnar Þór Þórarinsson, Sigfús Kári Baldursson og bróðir hans Hjálmar Baldursson. Einungis 2 þessara kappa náðu að ljúka sundinu, þeir Eiríkur og bróðir hans Elmar. Aðstæður voru ekki eins og best var á kosið, mótalda var nokkur og dró það mikið úr mönnum. Hinir syntu ca. hálfa leiðina, sem er glæsilegt enda u.þ.b. jafnlangt einni þriggja sundleiða sem verður í boði 27. júlí 2013 eða um 1300 m. Í öll skiptin hefur bátur fylgt sundmönnunum.
Þannig er komin fyrsti vísir að hefð á Urriðavatnssundi, þökk sé Eiríki Stefáni og félögum hans fram að þessu. Á grundvelli þess hefur nú verið ákveðið að gera sundið að árlegum viðburði. Hugmyndin að baki því er að skapa verðugan íþróttaviðburð með sundi í stöðuvatni og á forsendum sem flestra, með 3 mismunandi vegalengdir.

Frá árinu 2013 hefur sundið verið haldið og eykst þátttaka í því ár frá ári.  Það er hluti af Landvættakeppninni og einnig hluti af keppninni Álkarlinn.

  • Sundið 2014

    Sundið 2014

  • Sigurvegarar 2014

    Sigurvegarar 2014

  • Fyrstur í mark 2014